Á Meteoalarm vefsetrinu eru birtar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að fólk sé viðbúið ofsaveðri sem getur gengið yfir Evrópu.
  • Á vefsíðunni er varað við mikilli úrkomu, þrumuveðri, hvassviðrum, hitabylgjum, kuldaköstum, þoku og öðrum veðurþáttum sem geta valdið hættu. Á henni verður einnig varað við veðurtengdum atburðum, eins og snjóflóðum, skógar- eða sinueldum og sjávarflóðum.
  • Á vefsíðunni er hægt að sjá hvar í Evrópu er varað við hættu vegna veðurs. Litirnir á kortunum gefa til kynna hversu alvarlegt ástandið og hugsanlegar afleiðingar eru. Á Evrópukortinu er hvert land sem tekur þátt í verkefninu litað miðað við mestu hættu sem talið er að sé yfirvofandi innan landsins. Skýringarmyndir sýna þann veðurþátt eða atburð sem er varað við. Með því að smella á kortið er hægt að sjá kort með nánari upplýsingum fyrir hvert land.
  • Með því að velja svæði í ákveðnu landi er hægt að finna nákvæmari upplýsingar um það svæði. Þar á meðal eru upplýsingar um hversu lengi veðrið eða hættuástandið á eftir að vara og hversu alvarlegt það getur orðið. Mynd í bakgrunni gefur til kynna hættuna sem af veðrinu getur stafað.
  • Á vefsíðunni www.meteoalarm.eu er mögulegt að sjá upplýsingar um yfirvofandi veðurvá dagsins í dag og morgundagsins. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá veðurstofu í viðkomandi landi með því að smella á merki hennar.
  • Á vefsetrinu www.meteoalarm.eu eru tengdar saman mikilvægar upplýsingar frá veðurstofum í Evrópu um yfirvofandi veðurvá. Upplýsingarnar eru birtar á korti sem sýnir alla Evrópu þannig að hægt er að túlka þær í samhengi.
  • Vefsíðan www.meteoalarm.eu er þróuð af ZAMG (austurrísku veðurstofunni) fyrir EUMETNET sem er net evrópskra veðurstofa. Framtakið er stutt af WMO (World Meteorological Organization).

Lönd sem taka þátt:
Austurríki, Ísland, Belgía, Ítalía, Sviss, Lúxemborg, Kýpur, Lettland, Tékkland, Malta, Þýskaland, Holland, Danmörk, Noregur, Eistland, Pólland, Spánn, Portúgal, Finnland, Rúmenía, Frakkland, Serbía, Grikkland, Svíþjóð, Króatía, Slóvenía, Ungverjaland, Slóvakía, Írland, Bretland
Breyta tungumáli:  | BG | BS | CZ | DA | DE | EE | EN | ES | ES | ES | FI | FR | GR | HE | HR | HU | IS | IT | LT | LV | ME | MK | MT | NL | NO | PL | PT | RO | RS | SE | SK | SL | VA